Ég var að fá að vita að ég er
BRCA arfberi
- Hvað nú?

Helstu upplýsingar:


Um það bil 5-10% krabbamein eru af arfgengum ástæðum. Meinvaldandi breytingar í annað hvort BRCA1 eða BRCA2 eru algengasta ástæða arfgengra brjóstakrabbameina. Hins vegar geta breytingar í fjölmörgum öðrum genum aukið áhættu á krabbameinum.  

Erfðaráðgjöf Landspítalans:

Viljir þú athuga hvort þú sért með auknar líkur á því að fá krabbamein vegna meinvaldandi breytinga í geni, geturðu pantað tíma í erfðaráðgjöf. Í erfðaráðgjöf er fjölskyldusagan skoðuð og tekin ákvörðun um hvaða breytingar eigi að prófa hverju sinni. Hægt er að panta tíma í síma, tölvupósti eða bréfi. Ekki þarf sérstaka tilvísun.

Sá eða sú sem fær upplýsingar gegnum arfgerd.is að vera með meinvaldandi breytingu í BRCA2 geni, þarf að fara í klínískt staðfestingapróf á LSH ef hann eða hún vill fara í eftirlit.


Tímapantanir:

sími: 543-5070
esd@landspitali.is


Ekki þarf sérstaka tilvísun til að fá viðtal.

Brjóstaklíníkin Ármúla bíður upp á greiningu, eftirlit og fyrirbyggjandi/áættuminnkandi brjóstnámsaðgerðir hjá konum sem eru í mikilli áhættu á að fá brjóstakrabbamein, m.a. vegna stökkbreytinga í BRCA genum, öðrum há-áhættu genum eða vegna sterkrar fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein.

Kristján Skúli, brjóstaskurðlæknir, hefur sérhæft sig sérstaklega í þessum tegundum fyrirbyggjandi brjóstnámsaðgerða og vinnur á þessu sviði einnig í Bretlandi við “The Nottingham Breast Institute”.

Aðstæður til að framkvæma fyrirbyggjandi brjóstnámsaðgerðirnar í Brjóstaklíníkinni og sinna eftirmeðferðinni, eru eins og best þekkjast og lögð er áhersla á að bjóða upp á eins persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu. Þverfaglegt teymi sér um utanumhald hverrar konu við eftirmeðferðina, þ.e. hjúkrun, sjúkraþjálfun o.fl.

Kristján Skúli er með samning við Sjúkratryggingar Íslands um greiðsluþátttöku við þessar aðgerðir og er því grunnkostnaður fyrir konurnar við skurðaðgerðina sambærilegur og ef þær færu annars staðar innan íslenska heilbrigðiskerfisins í þessar aðgerðir

Klínikin í Ármúla tekur á móti öllum BRCA konum.
Þau sérhæfa sig í fyrirbyggjandi aðgerðum en geta einnig boðið konum upp á eftirlit.

Tímapantanir:

Sími: 519-7000

Kristján Skúli Ásgeirsson
Brjóstaskurðlæknir
kriskuli@klinikin.is

Fjóla Viggósdóttir
Brjóstahjúkrunarfræðingur
fjola@klinikin.is

Brjóstamiðstöðin tekur vel á móti öllum BRCA konum. Allt eftirlit og fyrsta viðtal fer fram í gegnum brjóstamiðstöðina.

Það fer eftir fjölskyldusögu og aldri hversu þétt eftirlit er ráðlagt.  Konur eru sjálfar ábyrgar fyrir því að panta tíma í eftirlit og myndrannsóknir hverju sinni.  Þegar tími er kominn á rannsókn þarf að senda  tölvupóst á hjúkrunarfræðinga brjóstamiðstöðvarinnar sem senda beiðni fyrir rannsókninni.  
Biðtími í segulómskoðun er um þrír mánuðir og allt upp einn mánuður í brjóstmynd. Því er mikilvægt að senda beiðnina með góðum fyrirvara.

Heimasíða Brjóstamiðstöðvarinnar

Hafa samband:

Opnunartími: 08:00-16:00
Símatími hjúkrunarfræðings virka daga nema föstudaga kl. 9 - 10

Sími: 825 3520
brjostamidstod@landspitali.is

Á döfinni:

Opið hús Brakkasamtakanna!

Brakkasamtökin eru með opið hús sunnudaginn 19. maí ítilefni af opnun nýrrar heimasíðu með fræðslu og upplýsingum fyrir arfberaog fjölskyldur þeirra.

Fjölbreyttur hópur fólks leggur tilefni á heimasíðuna og mun hluti þeirra kynna nýjustu rannsóknir og stöðu íerfðamálum varðandi arfgeng krabbamein á opna húsinu. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kristján Skúli Ásgeirsson brjóstaskurðlæknir, Laufey Tryggvadóttir, framkvæmdarstjóri Krabbameinsskrár og Helene Liette Lauzon, rannsóknar- og vöruþróunarstjóri Primex Iceland eru meðal þeirra sem flytja erindi á opna húsinu. Þá mun Anna Kristrún Einarsdóttir rekja sögu Brakkafjölskyldu.

Í andyri verða kynningarbásar fyrirtækja sem styrkja viðburðinn og þjónusta BRCA arfbera á ýmsan hátt, m.a Primex, Eirberg og Stoð.

Hvar: Í húsi Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, 101 Reykjavík.

Hvenær: Sunnudaginn,19 maí, kl. 13:00 – 16:30
 

Aðgangur er ókeypis og öllum opinn!

Boðið verður upp á kaffi og veitingar

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn Brakkasamtakanna