Sýning heimildarmynda Um brca

Í tengslum við ráðstefnuna Á BRAKKANN AÐ SÆKJA verða sýndar tvær heimildarmyndir um BRCA og arfgeng krabbamein. Önnur heimildarmyndin er íslensk og hin bandarísk.

Fimmtudaginn 8. mars verður frumsýnd íslensk heimildarmynd Þegar vitlaust er gefið - um BRCA og brjóstakrabbamein. Frumsýningin er í boði Íslenskrar erfðagreiningar og verður í þeirra húsakynnum kl. 18.00.

Íslensk erfðagreining býður gestum upp á léttar veitingar að lokinni sýningu. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Bandaríska heimildarmyndin Pink & Blue - Colors of Hereditary Cancer verður sýnd laugardaginn 10. mars. Myndin fjallar um hvaða áhrif það hefur á konur og karla að hafa meinvaldandi breytingu í öðru hvoru BRCA genanna. Leikstjórinn Allan M. Blassberg verður viðstaddur sýningu myndarinnar og heldur erindi um efni hennar og aðdraganda.  Myndin fjallar m.a. um systur hans og eiginkonu sem  voru báðar með brjóstakrabbamein á sama tíma. Systir hans sem lést úr brjóstakrabbameini var með stökkbreytingu í BRCA, en konan hans er ekki með hana. Einnig er mörgum öðrum sögum ofið inn, bæði karla og kvenna. Eitt af markmiðum myndarinnar er að koma sjónhorni karla inn, að karlmenn eru líka arfberar og geta fengið brjóstakrabbamein og önnur krabbamein tengd stökkbreytingunni. Þess vegna er titill myndarinnar: Pink & Blue.

Eftir erindin og sýningu heimildamyndanna verða umræður þar sem gestum gefst tækifæri til að spyrja íslensku og erlendu gestina spurninga og ræða málin nánar.

Ráðstefnan er fyrir alla, hvaða nálgun sem þeir hafa til arfgengra krabbameina eða BRCA, öllum verður vel tekið og virðing borin fyrir öllum sjónarmiðum.