Málefni fræðslufundar: BRCA og ekki bara BRCA
Tímasetning: 21. október kl.17.30 - 18.30.
Staðsetning: Hringsalurinn, Landspítala - beint streymi hér
Fyrirlesarar: Sigurdís Haraldsdóttir, dósent og yfirlæknir krabbameinsdeildar Landspítala og Vigdís Stefánsdóttir, erfðaráðgjafi hjá Landspítala
Fundarstjóri: Anna Margrét Bjarnadóttir, formaður Brakkasamtakanna
Á þessum fundi munu Sigurdís og Vigdís fræða okkur um breytingar í öðrum genum en BRCA genunum tveimur. Þekking á nýjum arfgengum breytingum sem auka líkur á krabbameini er alltaf að aukast.
BRIP1 genið er gott dæmi en meinvaldandi breytingar í því geni valda t.d. aukinni áhættu á krabbameini í eggjastokkum.
Bæði konur og karlmenn geta borið meinvaldandi breytingar í genum.
Einnig munum við ræða mikilvægi þess að makar þeirra sem bera meinvaldandi breytingar í ákveðnum genum, t.d. ATM, BRCA2 eða BRIP1, fari í erfðarannsókn því ef báðir foreldrar bera meinvaldandi breytingu getur það aukið líkur á sjaldgæfum og alvarlegum sjúkdómum afkomenda.
Kynntar verða nýjustu rannsóknir á arfgengum krabbameinum sem tengjast BRCA og öðrum stökkbreytingum.
Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn Brakkasamtakanna
