Fræðslufundaröð: Nýjungar í áhættuminnkandi brjóstnámsaðgerðum

Málefni fræðslufundar: Nýjungar í áhættuminnkandi brjóstnámsaðgerðum

Tímasetning: 23. október kl. 13.30 - 15.00

Staðsetning: Klíníkin, Ármúla 9, Reykjavík

Fyrirlesari: Kristján Skúli Ásgeirsson, sérfræðingur í brjóstaskurðlækningum. 

Beint streymi HÉR.

Á þessum fundi mun Kristján Skúli fræða okkur um nýjungar í áhættuminnkandi brjóstnámsaðgerðum og þá stöðugu þróun sem er í aðferðum við uppbyggingu brjósta kvenna. 

Kristján Skúli er einn fárra íslenskra skurðlækna sem hefur sérhæft sig í svokölluðum onkóplastíkbrjóstaskurðlækningum; Í einni og sömu aðgerðinni fjarlægir hann krabbamein úr brjóstum og fer jafnframt í brjóstauppbyggingu.

Einnig verður rætt mikilvægi þess að ekki eingöngu meðhöndla sjúkdóma, heldur fyrirbyggja þá eins og hægt er.  

Klíníkin býður upp á ráðgjöf, stuðning og allar aðgerðir sem konur með hááhættugen þurfa að undirgangast og er með samning við Sjúkratryggingar Íslands. 

Allir áhugasamir eru hjartanlega velkomnir. 

Hlökkum til að sjá ykkur!

Stjórn Brakkasamtakanna


Ljósmynd: Kolbrún Kristjánsdóttir