Dagskráin

Fimmtudaginn 8. mars kl. 18.00 mun Íslensk erfðagreining bjóða upp á frumsýningu á nýrri íslenskri heimildarmynd um BRCA. Myndin heitir "Þegar vitlaust er gefið - um BRCA og brjóstakrabbamein".

Sýningin er í samstarfi við Brakkasamtökin - BRCA Iceland sem stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um BRCA og arfgeng krabbamein þann 10. mars.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Þann 10. mars er ráðstefnan "Á Brakkann að sækja" í Veröld - Húsi Vigdísar og dagskráin er full af fróðlegum fyrirlestrum, sýningu bandarísku heimildarmyndarinnar "Pink and blue - Colors of Hereditary Cancer" og pallborðsumræður.

Verð aðeins 2000 kr. Hádegisverður innifalinn.

Athugið að hægt er að smella á nafn fyrirlesara til að fræðast nánar um viðkomandi.

 • 09:00
  Húsið opnar - skráning
  30 min

  Tekið á móti gestum í Vigdísarstofnun frá kl. 9.00, laugardaginn 10. mars 2018. 
  Kaffi verður á boðstólnum.

  Inga Lillý Brynjólfsdóttir fundarstjóri
  formaður Brakkasamtakanna - BRCA Iceland
 • 09:30
  Anna Margrét Bjarnadóttir
  10 min

  Anna Margrét er skipuleggjandi ráðstefnunnar. Hugmyndina að ráðstefnunni fengu Anna Margrét og Kristín Hannesdóttir þegar þær fóru á veglega alþjóðlega ráðstefnu um arfgeng krabbamein í fyrra sem bandarísku krabbameinssamtökin, FORCE, halda árlega.

  Anna Margrét er með BRCA2 stökkbreytingu í geni, sem hún fékk greiningu um árið 2014 en það ár féllu margir nákomnir ættingjar frá af völdum krabbameins. Tveimur árum síðar fór Anna Margrét, þá 38 ára, í fyrirbyggjandi brjóstnám og lét fjarlægja eggjastokka og leiðara á Landsspítalanum.

  Anna Margrét hefur m.a. starfað við kennslu og rannsóknir og er með meistarapróf í kennslu erlendra tungumála og sömuleiðis í fagurfræði og menningu frá Árósarháskóla og B.A. próf í dönsku og íslensku frá Háskóla Íslands.

  Hún býr í Washington D.C. í Bandaríkjunum ásamt eiginmanni sínum, Þorvarði Tjörva Ólafssyni, og þremur börnum þeirra. Tjörvi starfar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum / International Monetary Fund.

  Anna Margrét Bjarnadóttir
  MA. og skipuleggjandi ráðstefnunnar
 • 09:40
  Aðalfyrirlesari - Dr. Sue Friedman
  35 min

  Sue greindist með arfgengt brjóstakrabbamein 33ja ára gömul. Henni fannst skorta upplýsingar og úrræði til þeirra sem greinast með arfgengt krabbamein í brjóstum og eggjastokkum, til að geta tekið ákvarðanir varðandi áframhaldandi meðferð. Því stofnaði hún samtökin Facing Our Risk of Cancer Empowered - FORCE - í þeim tilgangi að veita upplýsingar og ráðgjöf til þeirra sem eru með arfgeng krabbamein. Fljótlega eftir það hætti hún starfi sínu sem dýralæknir til að helga samtökunum krafta sína.

  Sue hefur átján ára starfsreynslu sem forstöðumaður FORCE, þar sem áhersla er á þarfir BRCA greindra gegnum fræðslu, rannsóknir og þróunarvinnu.

  Dr. Sue Friedman
  Framkvæmdastjóri bandarísku krabbameinssamtakanna FORCE
 • 10:15
  Kristján Skúli Ásgeirsson
  30 min

  Kristján Skúli, er brjóstaskurðlæknir, og starfar á “The Nottingham Breast Insitute” í Bretlandi og “The Nordic Breast Institute” í Klíníkinni Ármúla.  Á báðum stofnunum, ver hann stórum hluta af sínum starfstíma í að veita ráðgjöf og að framkvæma fyrirbyggjandi skurðaðgerðir á konum í áhættuhópi brjóstakrabbameins vegna þekktra stökkbreytinga í brjóstakrabbameinsgenum (t.a.m. BRCA1 eða BRCA2) eða vegna sterkrar fjölskyldusögu um sjúkdóminn.  

  Kristján Skúli hefur haldið nokkrar alþjóðlegar ráðstefnur um þetta málefni (RRS Iceland) og hefur haldið fyrirlestra víða um heim um  fyrirbyggjandi brjóstnámsaðgerðir hjá þessum konum.

  Kristján Skúli Ásgeirsson
  Brjóstaskurðlæknir, Nottingham Breast Institute og Brjóstamiðstöðin/Klíníkin Ármúla
 • 10:40
  Kristín Hannesdóttir og Melkorka María Brynjarsdóttir
  15 min

  Kristín býr í San Diego í Kaliforníu. Hún er með BRCA2 stökkbreytingu í geni. Kristín hefur misst marga nákomna ættingja af völdum krabbameins. Hún fór í fyrirbyggjandi brjóstnám og lét fjarlægja eggjastokka og eggjaleiðara fyrir þremur árum. Kristín hefur verið mjög opin í tengslum við sitt ferli og hjálpað fjölda kvenna á sinni vegferð. 

  Á ráðstefnunni mun Kristín halda erindi með dóttur sinni, Melkorku Maríu, og þær ræða BRCA og áhrif þess á mæðgnasambandið.

  Kristín Hannesdóttir og Melkorka María Brynjarsdóttir
  Mæðgur - PhD nemi og starfsmaður Landspítalans
 • 11:00
  Kaffi
  15 min
  Kaffi og með því
  Réttum örlítið úr okkur
 • 11:15
  Dr. Kári Stefánsson
  25 min

  Dr. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Kári Stefánsson er brautryðjandi, stofnandi og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.

  Kári hefur verið sæmdur ýmsum viðurkenningum fyrir störf sín. Núna síðast í október veiti Kári viðtöku hinum svokölluðu William Allan verðlaununum. Þau eru æðsta viðurkenning Bandaríska mannerfðafræðifélagsins og bera nafn bandarísks læknis, sem var brautryðjandi í rannsóknum á erfðafræði mannsins og arfgengum sjúkdómum. Verðlaunin hlýtur vísindamaður, sem þykir hafa skilað stóru og yfirgripsmiklu framlagi til rannsókna í mannerfðafræði.

  Kári Stefánsson
  Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar
 • 11:40
  Karen Malkin Lazarovitz
  25 min

  Karen greindist með BRCA2 stökkbreytingu í geni 34 ára gömul. Hún ákvað að fara í fyrirbyggjandi brjóstnám ásamt því að láta fjarlægja eggjastokka vegna mikillar áhættu á að fá brjóstakrabbamein og krabbamein í eggjastokka.

  Karen stofnaði alþjóðlegan sjálfshjálparhóp kvenna, BRCA sisterhood, á Facebook, í þeim tilgangi að tengja saman konur sem eru í þessum sömu sporum. Þessi hópur er nú sá stærsti sinnar tegundar, en hann tengir nærri 10.000 konur saman.

  Karen Malkin Lazarovitz
  Stofnandi BRCA Sisterhood 
 • 12:00
  Óskar Þór Jóhannesson 
  20 min

  Óskar Þór hefur rannasakað BRCA frá 1984. Óskar er læknir, sérfræðingur í krabbameinslækningum, klínískur prófessor og BRCA rannsakandi. Erindi hans ber heitið : Er BRAKKA Bara BRCA ?

  Óskar Þór Jóhannesson
  Sérfræðingur í krabbameinslækningum á LSH
 • 12:15
  Vigdís Stefánsdóttir
  15 min

  Vigdís er erfðaráðgjafi á Landspítala og hefur verið það frá árinu 2006 þegar hún útskrifaðist úr meistaranámi frá Cardiff háskóla. Vigdís er að ljúka doktorsnámi í erfðaráðgjöf. Doktorsverkefni Vigdísar er um BRCA á Íslandi og er þríþætt; Eru rafrænir ættfræði- og sjúkdómagrunnar notaðir í erfðaheilbrigðisþjónustu? Reynsla ráðþega af því að vera í erfðaráðgjöf þar sem notuð eru rafræn ættartré og reynsla Vigdísar af því að nota þessi ættartré og gagnagrunna.

  Vigdís var frumkvöðull í að stofna MANNÍS, mannerfðafræðifélag Íslands og er félagi í ESHG þar sem hún er í PPPC, The Public and Professional Policy Committee (PPPC). Hún hefur einnig tekið þátt í COST verkefnum.

  Vigdís var einn af stofnendum fésbókarhóps fyrir Íslendinga með stökkbreytingu í BRCA.

  Vigdís Stefánsdóttir
  Erfðaráðgjafi MSc hjá LSH og doktorsnemi í erfðaráðgjöf
 • 12:30
  Hádegisverður
  45 min

  Matur

  Hádegisverður er innifalinn
  Dagskrá hefst aftur kl. 13.30
 • 13:30
  Sýning heimildarmyndarinnar Pink & Blue - Colors of Hereditary Cancer
  60 minutes

  Alan M. Blassberg, leikstjóri myndarinnar verður viðstaddur og heldur stutt erindi fyrir frumsýninguna.

  Alan M. Blassberg hóf feril sinn í New York árið 1995 sem kvikmyndatökumaður hjá A&E sjónvarpsstöðinni þar sem hann vann m.a. að raunveruleikaþáttunum Biography og Investigate Reports. Þá vann hann einnig undir stjórn Emmy-verðlaunahafans Steve Rosenbaum að tökum á vikulegum fréttaþáttum, Brodacast New York, þar sem tekin voru fyrir eldheit umræðuefni eins og ættleiðingar samkynhneigðra, dauðarefsingar, neyðarástand á bráðadeildum og sjálfsmorð lögreglumanna.

  Blassberg stofnaði síðan eigið framleiðslufyrirtæki árið 2004, First Prize Productions. Áherslan var lögð á umfjöllun um raunverulegar aðstæður fólks. Verk Alans M. Blassberg hafa verið verðlaunuð bæði fyrir skemmtanagildi og framlags til samfélagsins. FORCE samtökin heiðruðu Blassberg sl. sumar með The Spirit of Empowerment Award, en þessi verðlaun eru ætluð einstaklingum og fyrirtækjum sem stuðla að fræðslu og vitundarvakningu um arfgeng brjósta- og eggjaastokkakrabbamein. Þá hefur Blassberg verið fenginn til að tala á virtum ráðstefnum og samkomum.

  Hann býr ásamt unnustu sinni, Stephanie Shwartz, og þremur björgunarhundum í Ventura héraði. Blassberg er félagi í Producers Guild of America og IDA.

  Alan M. Blassberg
  Leikstjóri
 • 14:50
  Kaffi
  10 min
 • 15:00
  Pallborðsumræður
  60 min

  Hulda Bjarnadóttir, fjölmiðlakona og forstöðumaður viðskiptaþróunar Árvakursleiðir leiðir umræðurnar.

  Á pallborðinu verða allir þátttakendur ráðstefnunnar ásamt Jóni Jóhannesi Jónssyni, yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans.

  Hulda hefur um nokkurt skeið starfað innan um krabbameinstengd málefni, en hún var framkvæmdastjóri Krafts um tíma, sat í stjórn Krabbameinsfélagins og Klíníkurinnar í Ármúla. Í kjölfar BRCA greiningar móður árið 2016 greindist hún, ásamt tveimur systkinum, með genið og í lok árs 2017 fór hún í brjóstnám.

  Jón Jóhannes Jónsson lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands. Eftir grunnþjálfun á Íslandi var hann við framhaldsnám í lækningarannsóknum við Minnesotaháskóla og erfðalæknisfræði við Yale háskóla í Bandaríkjunum.  Hann er prófessor og forstöðumaður Lífefna- og sameindalíffræðasviðs við læknadeild Háskóla íslands og yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Landspítalans.

  Hulda Bjarnadóttir
  fjölmiðlakona og forstöðumaður forstöðumaður viðskiptaþróunar Árvakurs
  Jón Jóhannes Jónsson
  yfirlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar
 • 16:00
  Ráðstefnulok

  Léttar veitingar og spjall

 • 18:00
  Þegar vitlaust er gefið - um BRCA og brjóstakrabbamein

  Fimmtudaginn 8. mars verður frumsýnd íslensk heimildarmynd "Þegar vitlaust er gefið" um BRCA og brjóstakrabbamein.

  Frumsýning myndarinnar er í boði Íslenskrar erfðagreiningar, fimmtudaginn 8. mars kl. 18.00 að Sturlugötu 8.

  Frítt er á þennan viðburð og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

  Skráning

  Dr. Kári Stefánsson
  Íslensk erfðagreining býður gestum á frumsýningu
 • 19:00
  Léttar veitingar að lokinni sýningu
  Léttar veitingar og spjall
  Þeir sem eiga eftir að skrá sig á ráðstefnuna þann 10. mars eða ganga frá greiðslu geta gert það á staðnum
Skráning
hefst 16. febrúar
Reykjavík
Veröld -
Hús Vigdísar
10. mars
2018
Þinn miði
Ekki missa af þessu!