Hafir þú greinst með BRCA-erfðagalla í gegnum arfgerd.is þarft þú að panta tíma hjá Erfðaráðgjöfinni í síma 543-5070 eða esd@landspitali.is. Erfðaráðgjöfin staðfestir þá með með blóðprufu svo er farið yfir hvað BRCA-genagalli er, hver sé ættarsagan og hvað næst.
Erfðaráðgjöfinpantar svo fyrsta tíma hjá Brjóstateyminu
Brjóstateymið fer yfir með þér hvernig eftirliti er háttað og svarar spurningum um fyrirbyggjandi aðgerðir hafir þú þær. Venjan er að brjóstateymið panti fyrstu skoðun í kjölfarið kjósir þú að vera í auknu eftirliti. Þá pantar brjóstateymið oftast fyrsta tíma hjá kvennsjúkdómalækni.
Eftirlit metið herju sinni eftir einstaklingum og fjölskyldusögu.
Við mælum með að þú skoðir fræðslu og réttindamála BRCA (hægt að skoða hér á síðunni). Fróðleikur er máttur og tilgangur síðunnar að auka fróðleik fyrir alla.