Að greinast með krabbamein

Tilgangur Brakkasamtakanna er að leitast við að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA1 og BRCA2 og veita arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning.

Á meðan síðan er í vinnslu:

Mikið starf er unnið hjá þessum tveimur félögum til að koma á móts við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra.

Bæði Krabbameinsfélagið og Ljósið eru í nánu samstarfi við Brakkasamtökin.

Krabbameinsfélagið

"Stuðningur við sjúklinga og aðstandendur þeirra er eitt af forgangsverkefnum Krabbameinsfélagsins. Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins tók til starfa árið 2007 og er ætluð þeim sem greinast með krabbamein og aðstandendum og vinnur náið meðstuðningshópum félagsins. Þar eru starfandi m.a. hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafi. Ýmis námskeið eru haldin fyrir sjúklinga og aðstandendur, og einnig fyrir starfsfólk heilbrigðisþjónustu sem sinnir þessum hópi sjúklinga. Krabbameinsfélagið á átta íbúðir, ásamt öðrum, þar sem krabbameinssjúklingar af landsbyggðinni geta dvalið með fjölskyldu sinni meðan á meðferð stendur." (tekið af vef krabbameinsfélagsins)

Ljósið

"Ljósið er heilbrigðisstofnun með heimilislegu og notalegu yfirbragði. Þjónustan er fjölbreytt og hugsuð fyrir þann sem greinist, og nánustu fjölskyldumeðlimi.

Markmið með þjónustunni er að veita stuðning í kjölfar greiningar, fræða um bjargráð, ýta undir virkni og félagslega þátttöku auk þess að viðhalda andlegu og líkamlegu þreki. Það skiptir miklu máli að horfa heildrænt á einstaklinginn til að batinn verði sem mestur." (Tekið af vef Ljóssins)

Tenglar:

Krabbameinsfélagið

https://www.krabb.is/

Ljósið

https://ljosid.is/