eftirlit

Konur sem bera meinvaldandi breytingu í BRCA geni, byrja í eftirliti með brjóstum um 25-29 ára aldur.

Eftirlit með eggjastokkum hefst seinna eða um 30 ára aldur (fyrr ef það er sterk saga um eggjastokkamein í fjölskyldunni.

Karlar byrja í eftirliti með blöðruhálskirtli 40 ára. Það er mikilvægt fyrir karla að vera í eftirliti því fái þeir krabbamein í blöðruhálskirtil, þarf að bregðast mun hraðar við en hjá þeim semekki hafa breytinguna.

Einnig er aukin áhætta einstaka karla með BRCA2 breytingunaá því að fá brjóstakrabbamein. Kvensjúkdómalæknar fylgjast með eggjastokkum ogþvagfæralæknar með blöðruhálskirtli karla.

Í þeim ættum þar sem einstaklingar hafa greinst með briskrabbamein er nánum ættingjum sem bera BRCA2 breytingunavísað í eftirlit með brisi til meltingasérfræðinga. Það eftirlit hefst við 45 ára aldur.


Sjá nánar:

Eftirlit með brjóstum

Eftirlit á brjóstum hjá Brakkafólki fer ávallt í gegnum Brjóstamiðstöðina.

Konur og karlar þurfa sjálf að fylgja eftirliti eftir, með því að panta tíma. Tímapantanir fara fram í gegnum brjóstamiðstöðina.


Eftirlit með blöðruhálskirtli

Þvagfæraskurðlæknar:

Eftirlit með eggjastokkum

Kven-sjúkdóma-læknar: